Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.10.2008 | 09:29
Þingmenn ASÍ?
Það er furðulegt hvernig forysta og starfsmenn ASÍ fara með umboð sitt. Ekki hafa þeir verið kosnir né ráðnir til að fara með utanríkismál eða málefni er varða fullveldi Íslands. Skoðanir félagsmanna í félögum ASÍ eru örugglega mjög skiptar þegar afstaðan til ESB er annars vegar. Leiðtogar ASÍ mega alveg hafa þá prívatskoðun að upptaka Evru og yfirlýsing um inngöngu í ESB sé íslenskum launþegum fyrir bestu, en þeir geta ekki sett skilyrði um slíka hluti í viðræðum við þá sem hafa verið kosnir af þjóðinni til að fara með þann málaflokk. Ein meginástæða ástandsins núna er að menn hafa ekki þekkt sín takmörk.
Tekist á um ESB-tillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |